Vefrit Sálfræðingafélags Íslands

– Pistlar um ýmis málefni frá sjónarhorni sálfræðinnar

Siðræn sjónskerðing og siðblinda

Höfundur: Jón Sigurður Karlsson

Eftir hrunið hafa verið miklar umræður um orsakir þess og aðdraganda, stundum er leit að sökudólgum aðalatriðið, en það sést líka viðleitni til að greina atburðarásina að til þess að læra af reynslunni. Ber þar hæst skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í 9 bindum. Þar af er 8. bindið helgað siðferðilegri greiningu, með sálfræðilegri greiningu í viðauka. Það á líklega við hið fornkveðna að sekur er sá einn er tapar, en sá sem hefur rangt við og græðir á heimsmælikvarða getur verið hetja og vildarvinur forseta, þangað til það kemst upp um hann. Umræða um siðferði í viðskiptum kemur yfirleitt upp að gefnu tilefni, við hrun og önnur áföll í efnahagslífinu. Lesa áfram…

Auglýsingar

Minningabréf

Höfundur: Fjóla Dögg Helgadóttir

Á þessum sorgartímum Sálfræðingafélags Íslands, þar sem við höfum nýlega misst tvo af okkar bestu, klárustu, og skemmtilegustu kennurum, ætla ég að skrifa frekar sorglegan vefrits pistil. En viðfangsefnið sem ég hef verið að rannsaka undanfarin ár er hjátrú. Hjátrúin er þó yfirleitt tengd skemmtilegum hlutum, svona eins og íþróttum og fleira því líku, en hjátrúin er einmitt vandamál þegar rætt er um sorglega hluti. Lesa áfram…

Sálfræðimeðferð í deiglunni

Höfundur: Gunnar Hrafn Birgisson

Á síðustu öld mættu klínískir sálfræðingar og terapistar mótbyr og þurftu að glíma við vantrú á það að sálfræðimeðferð virkaði á sálræn vandamál. Sumir virtir sálfræðingar töldu að sálfræðimeðferð skilaði engum árangri og unnu gegn því að sálfræðingar yrðu þjálfaðir í viðtölum til lækninga. Í klassískri tímaritsgrein[1] leiddi Hans J. Eysenck rök að því að taugaveikluðu fólki batnaði ekkert betur með sálfræðimeðferð en án hennar. Þessi andstaða við sálfræðimeðferð hafði mikil áhrif á kennslu í sálfræði. Hæfileikaríkir nemendur voru gerðir afhuga námi í klínískri sálfræði. Andstaðan gerði mörgum terapistum sem unnu í góðri trú erfitt um vik.  Það góða sem leiddi af þessum mótbyr var opin málefnaleg umræða og það að aukið kapp hljóp í rannsóknir á árangri meðferðar. Lesa áfram…

Misskilningurinn um trúnað þegar barn leitar til fagaðila

Höfundur: Kolbrún Baldursdóttir

Sá misskilningur virðist vera meðal einstakra fagaðila að í viðtölum við unglinga ríki fullur trúnaður. Unglingarnir sjálfir sem leita t.d. til námsráðgjafa eða skólahjúkrunarfræðings telja einnig oft að um sé að ræða trúnaðarsamtal.  Einstaka sinnum fréttist af tilvikum þar sem fagaðili í skóla hefur á þessari forsendu látið hjá líða að upplýsa forsjáraðila um mikilvæg atriði sem fram hafa komið í viðtali við unglinginn með þeim afleiðingum að hagsmunum hans hafi ekki verið gætt sem skyldi. Lesa áfram

ENGIN RANNSÓKN ER EINSKIS VIRÐI…..

Höfundur: Jón Björnsson

Ég lærði sálfræði við Háskólann í Freiburg í Þýskalandi 1968-1974. Eftir tveggja til þriggja ára nám var venjulega tekið fyrrihlutapróf (Vordiplom), tveim til þrem árum síðar luku flestir lokaprófi, sem hét Hauptdiplom og svaraði til kandidatsprófs frá Hafnarháskóla. Á síðari hlutanum þurftu nemendur að skrifa nokkuð veigamikla ritgerð. Algengt var að vinna við hana tæki eitt til tvö ár og efnisvalið leiddi því til nokkurrar sérhæfingar. Lesa áfram…

Ég samhryggist þér

Höfundur: Kolbrún Baldursdóttir

Að vera viðstaddur jarðarför, erfisdrykkju og hitta syrgjendur í eigin persónu skapar mörgum kvíða. Ástæðan er m.a. sú að fólk veit ekki alltaf hvað það á að segja og óttast jafnvel að missa eitthvað klaufalegt út úr sér. Íslensk tunga er að mínu mati óþjál þegar kemur að því að velja orð og setningar undir þessum viðkvæmu kringumstæðum. Lesa áfram…

Sálfræði markaðsdrifnar hugsunar

Höfundur: Arndís Vilhjálmsdóttir

Viðskiptafræði eins og sálfræði er fag sem fæst að miklu leiti við hegðun mannsins. Hagfræði (neytendahegðun), mannauðsstjórnun (hegðun í hópum) og stjórnun almennt (að hafa áhrif á hegðun og spá fyrir um hana) eiga sér meðal annars rætur í sálfræðilegum fyrirbærum og kenningum. Nálgun viðskiptafræðinnar á þessi sömu fyrirbæri er aftur á móti nokkuð ólík nálgun sálfræðinnar. Nú er það ekki efni þessa pistils að taka upp gagnrýni á rannsóknaraðferðir þessara fræðasviða heldur, benda hve mikið þau eiga sameiginlegt. Þannig hafa þessi fræðasvið víða erlendis runnið saman þar sem svið vinnusálfræði (industrial/organizational psychology) hefur sameinast viðskiptafræði eða stjórnunarfræði og myndað nýjar deildir undir nafninu hegðun innan skipulagsheildum (organizational behaviour) eða mannauðsstjórnun (human resource management) (http://www.siop.org/gtp/gtplookup.asp ). Lesa áfram…

Hvers vegna lætur hann svona? Um mikilvægi virknimats í lausn hegðunarvanda

Höfundur: Ingibjörg Sveinsdóttir

Sjúkrarúm nýjasta sjúklingsins á tauga-atferlisdeild barnaspítalans var umsetið hinum ýmsu tækjum sem píptu, tístu og pumpuðu lyfjum og næringu í litla tíu mánaða drenginn. Hjartað mitt fylltist meðaumkun með þessum litla dreng sem  virtist ósköp smár og umkomulaus í þessu stóra járnrúmi. Úr litla tútna maganum liðaðist sonda sem gaf honum næringu, á spelkaðri vinstri höndinni var hann tengdur við leiðslur, á þeirri hægri voru fjölmörg ör eftir nálastungur, innan í túrban af umbúðum á höfðinu var hjáveituventill og mjaðmirnar voru múraðar inn í gifsi. Litli kroppurinn bar þess merki að hafa gengið í gegnum átök. Lesa áfram…

Ástríðufull samviska

Höfundur: Anna Valdimarsdóttir

Það sem hér birtist hefur að hluta til birst áður í bók minni Leggðu rækt við ástina, og í Gangglera. Tímariti Lífspekifélags Íslands sem áður hét Guðspekifélag Íslands en þar er undirrituð nýorðin forseti og langar að hvetja alla til að kynna sér fjölbreytilega fyrirlestra félagsins sem eru á föstudagskvöldum og laugardagseftirmiðdögum yfir vetrartímann. Lesa áfram…

Rannsókn á árangri hugrænnar atferlismeðferðar í hóp við félagsfælni

Höfundur: Andri Steinþór Björnsson

Jakob Smári

Þessi pistill er helgaður minningunni um Jakob Smára. Jakob var sannur akademíker, sem hafði eindreginn áhuga á því að vita svör við ýmsum spurningum og var ótrúlega afkastamikill í greinaskrifum og rannsóknum. En það sem ég man best var hans ljúfa lund, einlægur velvilji gagnvart nemendum og samstarfsfólki, metnaður fyrir þeirra hönd, og hvatning og stuðningur þegar á reyndi. Fráfall hans er mikill missir fyrir sálfræði á Íslandi, en auðvitað er missirinn mestur fyrir vini hans og nánustu aðstandendur. Ég sendi þeim innilegar samúðarkveðjur. Lesa áfram…