Vefrit Sálfræðingafélags Íslands

– Pistlar um ýmis málefni frá sjónarhorni sálfræðinnar

Minningabréf

Höfundur: Fjóla Dögg Helgadóttir

Á þessum sorgartímum Sálfræðingafélags Íslands, þar sem við höfum nýlega misst tvo af okkar bestu, klárustu, og skemmtilegustu kennurum, ætla ég að skrifa frekar sorglegan vefrits pistil. En viðfangsefnið sem ég hef verið að rannsaka undanfarin ár er hjátrú. Hjátrúin er þó yfirleitt tengd skemmtilegum hlutum, svona eins og íþróttum og fleira því líku, en hjátrúin er einmitt vandamál þegar rætt er um sorglega hluti.

Þannig er nú mál með vexti að þegar ég var 8 ára, missti ég móðursystur mína sem ég var mjög náin, enda hún meira eins og systir mín heldur en móðursystir. Hún lést í bílslysi þegar hún var 18 ára, hún hét Ólöf Kristjánsdóttir og voru ýmsar afleiðingar af þessu ástæða þess að ég hef haft svo mikinn áhuga á hjátrúarrannsóknum og verið að velta fyrir mér hlutverki miðla o.s.frv.

Eins og í flestum íslenskum fjölskyldum er hjátrú kennd frá unga aldri, og til dæmis man ég eftir að hafa setið útí móa að leita af fjögurra blaða smárum, passað mig að opna ekki regnhlífar inni o.s.frv. En það sem einmitt gerðist nokkrum mánuðum áður en Ólöf heitin dó, þá opnaði eldri systir mín regnhlíf inni, og var þetta að all svakalegri pavlovskri skilyrðingu. Ég hélt til margra ára að þetta hafi haft eitthvað með bílslysið að gera. Ég vorkenndi systur minni agalega að hafa gert þetta óvart, og barnið sem hún var þá, kenndi sér líklegast eitthvað um það sem gerst haft. Hversu óhuggulegt er það að 10 ára barn haldi að það geti VALDIÐ bílslysum?

Annað sem gerðist í kjölfarið á þessum hrikalega atburð var að miðlar (ég vildi að ég væri með nöfn á þessum glæpamönnum) fóru að banka uppá hjá syrgjandi ömmu minni. Já, þessir menn fóru að gera sér ferð alveg ÓUMBEÐNIR upp í Mosfellsbæ, bankandi uppá hjá ömmu til að segja henni “fréttir frá Ólöfu”. Þessi maður þuldi upp all frá því sem hann hafði lesið í minningargreinunum í Morgunblaðinu. Árin þarna á eftir voru fjöldinn allur af fúskurum sem voru að féfletta ömmu mína, sem var ein yndislegasta manneskja á jarðríki. Jafnvel fram á síðasta dag, þá var einhvern miðillinn að segja við hana að hún myndi ekki deyja úr krabbameininu sem hún svo dó úr. Af þessum ástæðum mun ég helga líf mitt að rannsaka þessa glæpastarfsemi, og vonandi hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag um að auka þekkingu okkar, svo að glæpamenn geti ekki haldið áfram að níðast á syrgjandi fólki á Íslandi. Ísland er sérstaklega vel sett fyrir svona brask, vegna þess að við eigum eiginlega ekkert sem heitir prívat. Allt er á netinu og Jón þekkir Gunnu sem þekkir Jón og Gunnu.

Ef einhver hefur áhuga á að ganga í að setja á fót svona rannsóknir á Íslandi, þá endilega sendið mér línu fjola@fjolad.com. Ég er búin að vera með rannsókn í hausnum í mörg ár og tengsl miðla við svokallað “Complicated grief reaction”.

Svo mæli ég með hjátrúar tilraunum í daglegu lífi til að taka þessar hugsanir útúr kollinum á okkur, ég til dæmis hef undanfarin 6 árin verið að láta fólk óska sér að flugvélarnar hrapi eða hrapi ekki sem ég kem með til Íslands reglulega (ég hef farið hringinn í kringum hnöttinn einu sinni á ári síðastliðnu 6 árin), bara svona til að sýna fólki að hjátrúin hefur akkúrat enginn áhrif.

Að lokum þá held ég áfram að auglýsa greinarnar mínar, en þessi er beintengd þessum pistli:

Einstein, D. A., Menzies, R.G., St Clare, T., Drobny, J., & Helgadottir, F. D. (In Press). The treatment of magical ideation in two individuals with Obsessive-Compulsive Disorder. The Cognitive Behaviour Therapist

Auglýsingar

3 responses to “Minningabréf

 1. Gunnar 25.12.2010 kl. 23:25

  Þú ert fyndinn tappi.
  Veist ekki að hjátrú stjórnar heiminum

 2. Þórður Örn Arnarson 14.1.2011 kl. 00:34

  Ég er geim :)

 3. Fjóla 19.1.2011 kl. 00:52

  Heil og sæll Þórður! Frábært! Gætiru sent mér email adressuna þína? Þetta er alveg hrikalega spennandi viðfangsefni finnst mér.

  Gunnar, þetta er í fyrsta sem ég hef verið kölluð tappi, en tek því bara sem hrósi, en jú hjátrúin stjórnar alltof miklu í hugum fólks!

  Bestu kveðjur frá Sydney
  Fjóla