Vefrit Sálfræðingafélags Íslands

– Pistlar um ýmis málefni frá sjónarhorni sálfræðinnar

Tóti tölvukall

Höfundur: Fjóla Dögg Helgadóttir

Ætli það sé ekki algengt að þegar menn fá sínar fyrstu ritrýndu fræðigreinar birtar þar sem nafn þeirra er fyrst á greininni að oft er smellt á refresh takkann. Loksins í byrjun þessa mánaðar komust greinarnar mínar í birtingu eftir að vera In Press um tíma sem mér þótti vera að eilífu. Það versta sem getur gerst er að fræðisamfélagið taki ekki eftir greinunum. Þess vegna skrifa ég hér til að koma þeim á framfæri og óska hér með eftir viðbrögðum! Og eins og þið flest öll vitið, þá er gagnrýni mjög vel þegin, því það er jú gagnleg rýni – en að sjálfsögðu bið ég ykkur að vera málefnaleg! (Hægt er að opna þessar greinar á Landspítalanum og í gegnum HÍ).

Online CBT I: Bridging the gap between Eliza and modern online CBT treatment packages.

Online CBT II: A Phase I trial of a standalone, online CBT treatment program for social anxiety in stuttering.

Annars mun doktorsverkefni mitt svara svolítið þeirri spurningu hvort það sé aðferðin sjálf í sálfræðimeðferðum sem sé að gera gagn. Það sem ég hef gert er að notast við  gögn úr sálfræðimeðferðum og nota úr þessu gagnasafni algengustu hugsanir og dregið út helstu forðunarhegðun þeirra sem þjást af félagskvíða og stami.

Upp úr þeim gögnum hef ég skáð 528 mismunandi leiðir til að fást við þessar óhjálplegu hugsanir, búið til rúmlega 3000 mismuandi verkefni til að kljást við forðun, búið til algeng dæmi um óhjálplegar ímyndir fólks, öryggishegðanir og líkamleg kvíðaviðbrögð. Með þessum gögnum hef ég svo búið til tölvusálfræðing, sem notar þessi gögn til að búa sértæka meðferð byggða á Clark og Wells módelinu til að ráðast á félagskvíða þessa fólks.

Gögnin líta ákaflega vel út og er ég að fá rosa flott effect size (sem þýðir auðvitað ekki mikið, en lofar samt góðu). Ekki er hægt að segja til um hvort þetta virki fyrr en við höfum tvö RCT frá tveimur mismunandi rannsóknateymum í heiminum (rannsóknateymi mitt hefur nú þegar byrjað á einu slíku). En punkturinn er sá að ef þátttakendurnir í doktorsverkefninu mínu fengu meðferð frá tölvusálfræðingnum eingöngu og enginn virk hlustun átti sér stað (þeir hlustuðu á mig og leiðbeinanda minn tala í gegnum meðferðina á hljóðfileum), þá er það deginum ljósara að meðferðin, þ.e.a.s. aðferðin er ábyrg fyrir minnkun kvíða. En kannski er þó hægt að færa fyrir því rök að fólkinu ‚leið‘ eins og tölvusálfræðingurinn væri að hlusta (sem er auðvitað markmiðið). Já, ég vildi að Tóti tölvukall myndi líkjast sem mest sálfræði-meðferðum inni á stofu, þess vegna er forritið skrifað þannig að það hegðar sér mismunandi, eftir því hvað þátttakandinn smellir á.

Ef framtíðin mun sýna fram á að þetta hjálpi fólki – mun það sýna fram á að það er eitthvað í meðferðinni sjálfri sem er að hjálpa til við að eyða kvíða og þunglyndi svo margra. En það skal þó tekið fram að sjálfsögðu eru ekki allir sem hafa áhuga á að nota tölvu til að hjálpa sér. Þess vegna þurfum við ekki að hafa áhyggjur að þetta geri sálfræðinga atvinnulausa. Líklegra er að við náum til fólks sem myndi aldrei sýna það hugrekki sem oft þarf til að viðurkenna vandamál sín og taka það skref að fara til inn á sálfræðistofurnar!

Ég verð í Boston (http://www.fjolad.com/img/boston.jpg) í júní að tala um nýjustu niðurstöður og vonast til að sjá ykkur sem flest þar! Þessi ráðstefna er með held ég öll helstu stórmenni í keynotes ræðuhaldara og er þess vegna frábær staður til að sækja sér endurmenntun (http://www.wcbct2010.org/speakers/index.shtml).

Auglýsingar

3 responses to “Tóti tölvukall

 1. Þórður Örn Arnarson 30.3.2010 kl. 22:59

  Sæl Fjóla og til hamingju með að vera orðinn ritrýndur höfundur :)

  Mín tilfinning (með öðrum orðum hef ég ekkert fyrir mér í því) er að tölvumeðferð virki fyrst og fremst á þá með vægari vandamál. Athugaðir þú hvort væri einhver munur á árángri milli þeirra með alvarlega félagsfælni og vægari félagsfælni?

 2. Fjóla Dögg Helgadóttir 11.4.2010 kl. 09:59

  Kærar þakkir Þórður! Og takk fyrir að kommenta, því það er ekkert leiðinlegra en að skrifa og fá ekkert feedback :)

  Jú, ég deili þeirri tilfinningu með þér að sjá tölvumeðferðir fyrst og fremst fyrir einfaldari vandamál.

  Margar þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á internetmeðferðum á félagsfælni (þær hefðbundnu þar sem mest af meðferðinni kemur frá þerapista, ekki tölvunni) er að flóknu fólki (t.d sem líka þjáist af þunglyndi) er yfirleitt ekki leyft að taka þátt í rannsóknarmeðferðunum. Þess vegna má yfirleitt gangrýna þær á þann hátt að niðurstöðurnar þýði ekkert sérstaklega mikið fyrir hið týpíska fólk sem sækir í sálfræðimeðferðir.

  Í doktorsrannsókn minni hafði ég mjög lág útilokunarskilyrði, þannig að t.d. þeir með greint þunglyndi og aðrar raskanir á DSM var leyft að taka þátt, þó að sjálfsögðu var fólk í sjálfsvígshugleiðingum útilokað af siðferðislegum ástæðum. En ekki sáust þessi tengsl, þ.e. að þeir með alvarlegri félagsfælni og aðrar DSM greiningar högnuðust minna, sambandið var í hina áttina, þeir sem voru með alvarlegri félagskvíða og fleiri greiningar virtust hagnast meira, sem er áhugavert. Þetta þarf þó ekki að þýða neitt vegna fárra þátttakenda í Phase II rannsókn minni. En það verður spennandi að fylgjast með niðurstöðunum í framhaldinu!

  Sjáumst í Boston?

  Bestu kveðjur frá Sydney
  Fjóla

 3. Maxine Hull 27.5.2010 kl. 15:51

  If only more than 51 people would hear this!