Vefrit Sálfræðingafélags Íslands

– Pistlar um ýmis málefni frá sjónarhorni sálfræðinnar

Hvað er best fyrir sjúklinginn?

Höfundur: Þórður Örn Arnarson

Siggi sjúklingur er veikur og fer til Lalla læknis. Lalli læknir kynnir fyrir Sigga fjórar mismunandi meðferðir við sjúkdómnum. Staðreyndirnar um meðferðirnar fjórar eru þessar:

Meðferð A Meðferð A er mikið rannsökuð og hefur borið mikinn árangur.

Meðferð B Meðferð B er tiltölulega lítið rannsökuð, en þær rannsóknir sem liggja fyrir gefa vísbendingu um að hún virki betur en lyfleysa. Fyrstu rannsóknir benda þó til þess að hún virki ekki eins vel og Meðferð A.

Meðferð C Meðferð C hefur verið rannsökuð en ber ekki meiri árangur en lyfleysa.

Meðferð D Meðferð D hefur ekkert verið rannsökuð.

Þegar Lalli læknir hefur kynnt úrræðin fyrir Sigga sjúklingi segir hann: Ég veit að Meðferð A lítur rosalega vel út á pappír, en hún er alls ekki allt. Ég er eiginlega hrifnari af hinum meðferðarúrræðunum. Þar að auki eru þeir sem sinna Meðferð A oft montnir, reynslulitlir og jafnvel ungir.

Hvaða meðferð á Siggi sjúklingur að velja?

Það er nokkuð ljóst að eina rökrétta leiðin fyrir Sigga að velja er að skoða staðreyndirnar, og staðreyndirnar segja greinilega að Meðferð A virki best. Hinar upplýsingarnar sem Siggi hefur koma málinu nákvæmlega ekkert við. Það breytir engu hvað Lalla lækni finnst. Þeir sem skilja það ekki ættu að pakka saman og fara heim.

Auglýsingar

Comments are closed.