Vefrit Sálfræðingafélags Íslands

– Pistlar um ýmis málefni frá sjónarhorni sálfræðinnar

Frá ritstjórn – nýr efnisþáttur!

Kæru lesendur,

Við viljum benda ykkur á nýjan efnisþátt á síðunni sem heitir „lokaverkefni sálfræðinema“. Þar munu birtast úrdrættir úr lokaritgerðum nema í BA/BS, MA/MS og cand. psych. námi, hérlendis og erlendis.

Það er áhugavert, fræðandi og uppbyggilegt efni sem sálfræðinemar eru að vinna að og því nauðsynlegt fyrir okkur öll að fylgjast með því. 

Einnig viljum við hvetja nema til að senda okkur úrdrætti úr lokaverkefnum sínum á vefrit@sal.is.

Kær kveðja,
Regína og Edda Sif

Auglýsingar

Comments are closed.