Vefrit Sálfræðingafélags Íslands

– Pistlar um ýmis málefni frá sjónarhorni sálfræðinnar

41. EABCT 2011-ráðstefnan í Reykjavík 31. ágúst-3. september

Höfundur: Eiríkur Örn Arnarson

Snemma árs 2006 var ákveðið að bjóðast til að halda 41. Evrópuráðstefnu EABCT hér á landi árið 2011. Félag um hugræna atferlismeðferð (FHAM) hafði löngum verið hvatt til að halda ráðstefnuna, en vitað að það væri mikið verk og kostnaðarsamt. Það var því ekki fyrr en stjórn FHAM taldi félagið vera orðið nægilega burðugt að slegið var til. Þá var Auður Gunnarsdóttir formaður félagsins og Inga Hrefna Jónsdóttir í stjórn og mig minnir Ragna Ólafsdóttir og Björn Harðarsson.

Við höfðum samband við Ráðstefnuskrifstofu Íslands, sem var staðsett í Gimli við Lækjagötu, og fengum góða aðstoð. Hjá skrifstofunni fengum við kynningarefni og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgastjóri ritaði bréf máli okkar til stuðnings. Farið var með tilboðið á s.k. “half-annual Meeting” EABCT, sem nú kallast 1GM (aðalfundur) EABCT, í París snemma árs 2006. Á fundinum kom í ljós að Ítalir og Írar höfðu einnig áhuga á að halda ráðstefnu EABCT árið 2011.

Það var mikið í húfi og Lesa áfram…

Auglýsingar

Aðgengi barna og unglinga að sálfræðilegri meðferð – Haustfundur SÍ 2011

Höfundur: Helgi Héðinsson

Á síðastliðinn föstudag var haldinn árlegur Haustfundur Sálfræðingafélags Íslands og var þetta sá fimmti í röðinni og jafn mörgum árum. Fundurinn var vel sóttur of félagsmönnum og öðrum áhugasömum og voru u.þ.b. 80 manns á fundinum sem að þessu sinni var haldinn í Háskólanum í Reykjavík.

Yfirskrift fundarins var Aðgengi barna og unglinga að sálfræðilegri meðferð, með áherslu á aðgengi, núverandi stöðu og framtíðarsýn. Flutt voru þrjú erindi og að þeim loknum voru pallborðsumræður.

Fyrstur á mælendaskrá var Lesa áfram…

Hvað á mindfulness að heita?

Höfundur: Sigrún Daníelsdóttir

Mig langar að kynna nýja tillögu að þýðingu á orðinu „mindfulness“. Ýmsar þýðingar hafa litið dagsins ljós eftir að meðferð sem byggist á þessum grunni festi hér rætur. Meðal þeirra eru orðin „árvekni“ og „gjörhygli“ en þó virðist sem ekki ríki allskostar sátt um þessar þýðingar. Mörgum finnst þær ekki ná almennilega utan um það ferli að taka eftir og þjálfa með sér þessa forvitnu, mjúku, hlutlausu vitund um það sem á sér stað og einkennir „mindfulness“. Ég hef sjálf átt dálítið erfitt með að tileinka mér þessar þýðingar, þótt mér hafi hingað til ekki dottið í hug neinar betri, því mér hefur fundist þessi orð setja mig í allt aðrar stellingar en mig langar að vera í þegar ég iðka „mindfulness“. Manneskja sem er árvökul er fyrir mér einhver sem er dálítið á tánum. Hún er ekki bara vakandi og fylgist með heldur er hún líka að passa upp á að allt sé örugglega með felldu. Hún er ekki jafn afslöppuð gagnvart því sem á sér stað og „mindfulness“ fræðin kenna og hún er ekki eins mikið „með“ því sem gerist og maður reynir að vera þegar maður er „mindful“.

Lesa áfram…

EABCT ráðstefna á Íslandi 2011

Höfundur: Regína Ólafsdóttir

Dagana 31. ágúst til 3. september fór fram 41. ráðstefna EABCT (The European Association for Behavioural and Cognitive Therapies) í nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Undirbúningur ráðstefnunnar hafði staðið yfir í fimm ár enda að mörgu að huga þegar um er að ræða ráðstefnu af þessari stærðargráðu. Þrettán aðalfyrirlesarar fluttu erindi, 142 málstofur fóru fram og 200 veggspjöld voru til sýnis. Auk þess voru í boði 32 vinnustofur fyrir ráðstefnu og á meðan á henni stóð. Ráðstefnan var hin glæsilegasta í alla staði og voru gestir um 1300 talsins frá 43 löndum.

Á lokadegi ráðstefnunnar var rætt við nokkra ráðstefnugesti og spurt um hvað þeim fannst standa upp úr.

Þetta var fyrsta EABCT ráðstefna Örnólfs Thorlacius. Örnólfur sótti vinnustofu hjá Philip C. Kendall um meðferð við kvíða barna. Jafnframt sótti hann vinnustofu hjá Paul Salkovskis um hugræna atferlismeðferð við heilsukvíða. Hann sagði þessar tvær vinnustofur standa upp úr þar sem þær voru afar hagnýtar. Hvað málstofur varðar þótti honum sístar þær sem fjölluðu um niðurstöður RCT rannsókna en áhugaverðastar þær sem tengdust starfi hans. Þeir fyrirlestrar sem vöktu mesta athygli voru í fyrsta lagi á málstofu 53 um rannsókn Finnanna Lappalainen  og Holma,  Applying Clinical Case-Formulation Models for Understanding Violent Acts in Relationsships. Þar var fjallað um klínísk mál og skilgreiningar á vandamálum. Í örðu lagi fyrirlestur Lorie Ritschel á málstofu 30 um atferlisvirkjun unglinga sem glíma við þunglyndi.

Hin finnska Virpi Ylijukuri hafði sótt vinnustofuna „Imagery Rescripting“ hjá Arnoud Arntz um morguninn. Virpi sagði vinnustofu Arntz hiklaust standa upp úr á ráðstefnunni þar sem Arntz fjallaði um aðferðir sem hún nýtir mikið sjálf auk þess að hann kynnti rannsóknarniðurstöður sem sýndu fram á gagnsemi aðferðanna. Aðspurð um hvort eitthvað hefði komið á óvart nefndi hún hve frábært land Ísland væri en þetta var hennar fyrsta heimsókn til landsins.

Oddi Erlingsson nefndi einnig vinnustofu Arntz þegar hann var spurður um hvað hefði vakið mestan áhuga. Hann sagði áhugavert hvernig hægt væri að endurmeta vanda með þeim hætti sem Arntz kynnti. Hann sagði að það kæmi á óvart á ráðstefnunni í heild sinni að reynsluboltar í sálfræði til dæmis David M. Clark, Paul Salkovskis og Lars Göran-Öst væru enn að segja nokkurn veginn það sama og fyrir 20 árum nema hvað að það ætti enn erindi við sálfræðinga því aðferðirnar virka enn.

Elfa Björt Hreinsdóttir var einnig heilluð af vinnustofu Arntz og sagði hann hafa kynnt tækni sem getur virkað mjög vel sem meðferðarform og sem aðferð í annarri meðferð sem verið er að beita. Aðspurð um hvað hafi komið á óvart á ráðstefnunni svaraði hún hve flott ráðstefnan væri og vel skipulögð.

Angela Rowe stýrði málstofu 26 um tengslakenninguna og hugræna atferlismeðferð (Integrating Attachment Theory and CBT: On Clarifying the Attachment Conceptualization and Understanding the Impact of Attachment on CBT Outcome). Það kom henni á óvart hve mikið var rætt um reynslu í barnæsku á ráðstefnunni án þess að minnst væri á tengslakenninguna. En eftir að hafa hlustað á Paul Gilbert bjóst hún við að þetta breyttist í þá átt að ljóst væri að þetta tvennt ætti saman. Aðspurð um hvað hefði komið á óvart nefndi hún landslagið á Íslandi og það að hafa fengið tvo sólskinsdaga á meðan á dvölinni stóð.

Abigail Millings starfar hjá fyrirtækinu Ultrasis í London og var með fyrirlestur á málstofu 26 um tengslakenninguna og hugræna atferlismeðferð. Fyrirlestur hennar bar heitið „An Attachment Perspective on Computerised CBT in Primary Care“. Henni fannst fyrirlestur Paul Gilberts áhugverðastur þar sem umfjöllunarefnið tengdist rannsóknaráhuga hennar.

Viðmælendur voru almennt afar ánægðir með ráðstefnuna og óhætt að segja að það sé lúxus fyrir íslenskt áhugafólk um sálfræði að fá tækifæri á að sækja slíka ráðstefnu í eigin landi.

Okkar auður – Hugræn atferlismeðferð

Höfundur: Inga Hrefna Jónsdóttir

Hugræn atferlismeðferð (HAM) er sálfræðimeðferð sem hvílir á traustum grunni rannsókna. Eins og kemur fram á heimasíðu Félags um hugræna atferlismeðferð (FHAM) www.ham.is þá er áhersla lögð á að leysa núverandi vanda með markvissum vinnubrögðum. Hugræn atferlismeðferð nær til margvíslegra vandamála og sjálfstyrkingar. Markmiðin geta beinst að ýmsum þáttum s.s. TILFINNINGUM t.d. að draga úr kvíða, reiði eða þunglyndi; HUGSUNARHÆTTI t.d. að læra betri leiðir til að leysa vanda eða losa sig við niðurdrepandi hugsanir sem leiða til vanlíðanar; VENJUM t.d. að breyta matar- eða áfengisvenjum eða verða félagslega virkari; SAMSKIPTUM t.d. að draga úr samskiptavanda fólks; LÍKAMLEGUM eða læknisfræðilegum vandamálum t.d. að takast á við bak- eða höfuðverk eða hjálpa fólki til að fara að læknisráðum. Lesa áfram…

Hugleiðingar um svefn og svefnleysi

Höfundur: Erla Björnsdóttir

Af hverju er svefn svona mikilvægur?

Mikilvægi góðrar næringar og reglubundnar hreyfingar er vel þekkt og hefur hlotið verðskuldaða athygli í samfélaginu. Því miður gildir öðru máli um svefninn. Einhverra hluta vegna er almenningur ekki eins meðvitaður um mikilvægi þess að sofa vel og fá nægan svefn. Gildi svefns er oft á tíðum vanmetið og viðhorf til svefns í nútíma samfélagi er því miður nokkuð brenglað. Það að sofa lítið er til að mynda í hugum margra tengt dugnaði og atorkusemi meðan svefninn sjálfur er frekar tengdur leti og slóðaskap. Fólk stærir sig gjarnan af litlum svefni og í raun er litið á það sem hálfgerða dyggð að komast upp með lítinn svefn. Lesa áfram…

Áhrif skilnaðar og forsjárdeilu á börn

Höfundur: Kolbrún Baldursdóttir

Það er ekki sjálfgefið að skilnaðir hafi neikvæð áhrif á börn/unglinga. Takist foreldrum að fara í gegnum skilnaðarferlið með friðsömum hætti eru börnin oft fljót að aðlagast breyttum aðstæðum og sætta sig við að foreldrar þeirra búi ekki lengur saman.

Í sumum tilfellum er skilnaðurinn kærkominn börnunum, jafnvel bjargvættur, endir á langvarandi erfiðleikum á heimilinu.

Sama hversu friðsamt skilnaðarferlið er þá munu alltaf verða einhverjar breytingar, neikvæðar og/eða jákvæðar nema hvort tveggja sé. Það sem reikna má með að taki breytingum er að börnin sjá minna af öðru foreldrinu eftir skilnaðinn nema í þeim tilvikum þar sem ákveðið er að umgengni skuli hnífjöfn.

Gera má ráð fyrir að ferlið, aðdragandi og/eða eftirmálar snerti börnin alltaf eitthvað. Sum börn dragast eða eru dregin beint eða óbeint inn í vandamál foreldranna/ástæður ósættis eða sjálft skilnaðarferlið. Lesa áfram…

Er kreppan að reyna að stela frá þér lífsgleðinni?

Höfundur: Gylfi Jón Gylfason

Fyrir mörgum árum síðan kynntist ég móður sem átti  fatlað barn. Barnið var mikið fatlað. Svo langt er um liðið síðan við þekktumst, að margt af því sem þykja sjálfsögð mannréttindi í dag, var það hreint ekki þá ef þú varst fatlaður. Þegar barnið óx og dafnaði urðu þarfir þess eðlilega meiri. Móðir barnsins hafði  væntingar um að hið opinbera kæmi vandræðalaust til móts við þarfir barnsins í samræmi við þroska, til dæmis með viðeigandi skóla og frístundatilboði og seinna meir framhaldsskóla sem gerði barninu kleift að stunda nám. Ekkert af þessu kom af sjálfu sér og þessi ágæta móðir lærði fljótlega að það þurfti að takast á við kerfið til að tryggja barninu þjónustu og það gerði hún svo vel að eftir var tekið. Eftir því sem ég kynntist konunni betur óx virðing mín fyrir henni. Lesa áfram…

Þriðja Sálfræðiþingið 2011

Höfundur: Pétur Tyrfingsson

Dagana 7.-8. apríl verður þriðja íslenska Sálfræðiþingið haldið í Reykjavík. Að þessu sinni verður sjálf ráðstefnan haldin á Hótel Nordica í glæsilegum húsakynnum eins og sæmir alvöru samkomum. Við erum á réttri leið að byggja upp sjálfsvirðingu sálfræðinga.

Sálfræðingum er smám saman að takast að byggja upp samfélag sitt. Fjögur haust í röð höfum við komið saman á Haustfundi Sálfræðingafélagsins. Þriðja vorið í röð komum við saman til þings. Sálfræðiritið er fast í sessi sem árbók til fimm ára ef mig misminnir ekki. Stjórn með aðstoð nokkurra félaga vinna að því að opna myndarlega vefsíðu. Við þurfum að huga að næstu skrefum. En þau ætla ég ekki að ræða hér heldur komandi þing og Sálfræðingafélags Íslands og Sálfræðideildar Háskóla Íslands.

Nú er þingið tveggja daga. Hugmyndin að baki Lesa áfram…

Nokkur orð um búddíska sálarfræði

Höfundur: Anna Valdimarsdóttir

Kjarni búddismans er hvorki trúarbrögð né heimspeki segir William L. Mikulas í ágætum kafla sem er að finna í bókinni New Horizons in Buddhist Psychology. Relational Buddhism for collaborative practitioners (2010).  Kafli Mikulas nefnist Integrating Buddhist psychology and western psychology og þess má geta að strax á áttunda áratugnum vakti hann athygli á hvað margt væri líkt með atferlismeðferð og sálarfræði Búdda (Mikulas, 1979).

Mikulas býr til hugtakið essential Buddhism (EB) sem hann segir tákna grundvallarlögmálin í Búddískri hugsun sem eru eignuð hinum sögulega Búdda sjálfum sem hét  Siddharta Gautama áður en farið var að kalla hann Búdda sem þýðir „sá sem er vaknaður.“

Mikulas segir í kafla sínum í New Horizons in Buddhist Psychology (bls 27): „Kjarni Búddismans (EB) er hvorki trúarbrögð né heimspeki. Búdda gerði ekki tilkall til þess að vera nokkuð annað en manneskja og hélt því ekki fram að hann væri guð. Ekki einu sinni guð í mannslíki. Lesa áfram…